Hvít tannfyllingarefni
Í daglegu tali eru þessar fyllingar nefndar plastfyllingar. Þær eru tannlitar og ef vel tekst til má vart greina þær í tönnum. Þær hafa einnig þann kost að geta bundist tannvef, en það gera silfurfyllingar ekki.
Flest plastfyllingarefni eru ljóshert þ.e. eru á seigu formi, þegar þeim er komið í holu og svo harðna þau þegar lýst er á þau með ljósi af ákveðinni bylgjulengd (bláu ljósi). Þessar fyllingar geta enst mjög vel og geta í flestum tilfellum komið í staðinn fyrir silfurfyllingar. Við notum t.d. aldrei silfurfyllingar í börn og unglinga.
Postulínskrónur eru stundum settar á tennur sem eru rótfylltar eða hafa brotnað illa. Þær eru varanlegasta lausn sem hægt er að fá. Hægt er að velja um málmlausar postulínskrónur og krónur með gull/platínu kjarna, sem postulín er brennt utaná.