Tannplantar

 

1. Undirbúningur.

Góður undirbúningur er nauðsynlegur til að tryggja vel heppnaða meðferð. Undirbúningurinn felst í skoðun sjúklings, röntgenmyndatöku og gerð afsteypu af tönnunum. Á grundvelli þessara upplýsinga gerir tannlæknirinn meðferðar- og kostnaðaráætlun.

 

 

 

 

2. Ísetning tannplantans

Næsta skref er að koma tannplantanum fyrir í kjálkanum. Það er yfirleitt gert í staðdeyfingu á tannlæknastofu. Þegar búið er að koma tannplantanum fyrir þarf beinið að fá tíma til að gróa. Það tekur 6 vikur fyrir heilbrigt bein að mynda sterka tengingu við tannplantann.

 

 

 

 

3. Ný tönn á traustum grunni
Þegar græðslutíma er lokið hefur tannplantinn myndað traustan grunn og góða festu fyrir nýju tönnina.

 

 

 

 

 

 

Heilgómar með tannplöntum
Tannplantar veita heilgómum styrka festu,og um leið hjálpa þeir til við að viðhalda kjálkbeininu. Heilgómurinn situr á tannplöntunum og fær festu með þar til gerðum smellum. Auðvelt er að taka hann úr til að þrífa og setja aftur á sinn stað. Þannig verða lausir og illa passandi gómar ekki lengur vandamál, og tannlím heyrir sögunni til.